Aroma Blautgufumeðferðir

Aroma Vatnsgufubað

Sameinar kosti gufubaðs og ilmkjarnaolíumeðferðar Náttúruleg leið til djúpslökunar, hreinsunar og endurnæringar. Leyfðu líkama þínum og huga hreinsa út spennu og streitu með nýrri og nærandi meðferð sem sameinar ilmkjarnaolíur og milda blautgufu. Við notum 100% hreinar ilmkjaranolíur sem bætt er út í gufuvatnið þannig að þú andar þeim inn og nýtur virku efnanna í…

Lesa meira

Lavender Aroma Blautgufa 15 mínútur

4.980 kr.

Lavender (lofnarblóm) er af mörgum talin fjölhæfasta og gagnlegasta ilmkjarnaolían og hefur ótal notkunarmöguleika. Hún er talinn róa taugakerfið, draga úr kvíða og stuðla að betri svefngæðum. Græðandi, sefandi og róandi árhif hennar styrkir ónæmiskerfið, er bólgueyðandi og sótthreinsandi. Lavander örvar sogæðakerfið sem þar með örvar efnaskipti húðar og líkama. Andaðu að þér fjölhæfum eiginleikum Lofnarblómsins og finndu græðandi áhrifin.

Rómversk kamilla Blautgufa 15 mínútur

4.980 kr.

Ilmkjarnaolía unnin úr rómverskri kamillu og er þekkt fyrir milda og róandi eiginleika sína. Hentar vel í að róa húðertingu, draga úr kvíða og streitu, minnka bólgur og stuðla að góðum svefni. Rómversk kamilla er mikið notuð í húðumhirðu við kvillum eins og exemi, í nuddolíum við vöðva- og liðverkjum og í ilmmeðferð til að skapa rólegt umhverfi. Umvefðu þig græðandi eiginleikum Kamillunnar og finndu steituna líða úr kerfinu.

Eucalyptus Aroma Blautgufa 15 mínútur

4.980 kr.

Til að styrkja ónæmiskerfið og hreinsa öndunarfærin er Eucalyptus blautgufan einstaklega öflug. Olían hreinsar öndunarfærin, er slímlosandi og sótthreinsandi. Hentar einstaklega vel gagnvart kvefi, ennis- og kinnholdusýkingum eða öðrum öndunarfærasýkingum. Hún er slímlosandi, bakteríudrepandi og ónæmisstyrkjandi. Skoraðu hverskyns flensur og kvef á hólm með því að baða þig í eucalyptus og afeitraðu líkama og sál.

Piparmintu Aroma Blautgufa 15 mínútur

4.980 kr.

Piparmyntan er talin einstaklega öflug gegn höfðuverk, mígreni og vöðvabólgu. Hún hefur svipaða eiginleika og Ecalyptus og er slímlosandi, bakteríudrepandi og ónæmisstyrkjandi. Láttu vöðvabólguna og höfuðverkin líða út með frískandi piparmyntu og finndu hvernig þú endurnærist.

Rósmary Aroma Blautgufa 15 mínútur

4.980 kr.

Jurtin hefur sætan, frískandi ilm sem er talin jarðtengja anda og líkama. Einstakt jafnvægi ilms Rósmary hefur gert jurtina vinsæla í framleiðslu ilmvatns í áraraðir. Að auki hefur olían verið notuð fyrir veirueyðandi og andoxunarefni sín. Rósmary hressir og hreinsar, eykur einbeitingu og slökun. Mælum sérstaklega með Rósemary ilmkjarnablautgufu þegar álag er mikið. Láttu Rósamary gufuna hrekja í burtu álagið og finndu kyrrðina endurnæra þig.

Sandalviðs Aroma Blautgufa 15 mínútur

4.980 kr.

Aðalvirkni Sandalsviðarolíu er að hún er bæði slakandi og steitulosandi. Eins róar hún og kemur jafnvægi á taugakerfið og húð ásamt því að vera einstaklega nærandi. Sandalviður er sótthreinsandi og hefur bólgueyðandi eiginleika. Við mælum með Sandalviðsgufunni þegar þú þarft bæði að ná slökun og hreinsa út eiturefni. Grunntónn Sandalviðarins jarðtengir huga og líkama. Leyfðu sandalviðargufunni að hjúpa þig og efla.

Sítrónu Aroma Blautgufa 15 mínútur

4.980 kr.

Sítrónu ilmkjarnaolía er rík af A, B og C vítamínum og hjálpar því bæði ónæmiskerfinu ásamt því að afeitra og hreinsa húðina. Olían er sótthreinandi, bakteríudrepandi og bólgueyðandi. Sítus ilmurinn er hressandi og fyllir þig jákvæðni og vellíðan. Mælum sérstaklega með Sítrónugufunni til að sameina andlega og líkamlega hreinsun. Upplífgandi og frískandi áhrif sítrónugufunnar mun líga upp á líkama og sál.

Bergamot Aroma Blautgufa 15 mínútur

4.980 kr.

Róandi og slakandi eiginleikar Bergamótjurtarinnar dregur úr streitu, kvíða og þunglyndi og eykur tilfinnalegt jafnvægi. Upplífgandi, bólgueyðandi og sótthreinsandi eiginleikar hennar munu endurnæra þig í amstri dagsins. Olían er talain virka vel gegn skammdegisþunglyndi og losar taugaboðefnin serótónín og dópamín, lykilhormón sem stjórna skapi og vellíðan. Mælum sérstaklega með Bergamót-ilmkjarnagufu í skammdeginu og til að hressa líkama og sál.

Frankincence Aroma Blautgufa 15 mínútur

4.980 kr.

Hér kynnum við konung ilmkjarnaolíanna. Ásamt lavander er Frankincence ein þekktasta og fjölhæfasta ilmkjarnaolía sem völ er á. Hér sameinast allt í einum pakka vegna sótthreinsandi, bólgueyðandi og róandi eiginleika hennar. Hún róar hugann og lyftir andanum, er mjög góð gegn kvíða, streitu og þunglyndiaf þeim sökum. Frankincence hefur mikið verið notuð í hugleiðslu vegna þeirra eiginleika að geta hægt á öndun og framkallað hugarró. Hún er talin sérstaklega góð við asma og liðagigt vegna bólgueyðandi áhrifa hennar. Að auki hefur sérlega góð áhrif á húðina og hefur verið mikið notuð í ilmvötn, andlitskrem og maska. Hún dregur úr hrukkun, kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar og minnkar sár og ör af völdum bóla. Við mælum með Frankencence-ilmkjarnagufunni ef þú vilt drekra við sál og líkama. Endurnærast og í Egyptalandi til forna var Frankincense mikið notuð í ilmvötn, andlitskrem og maska. Einnig var hún verðmæt sem gjaldmiðill og er þekkt sem ein af Biblíu olíunum. Frankincense hefur verið mikið notuð bæði sem olía og reykelsi við tilbeiðslu og hugleiðslu vegna þeirra eiginleika sinna að geta hægt á öndun og framkalla hugarró.
Velkomin á vefsíðu Relaxation Centre. Þessi síða notar kökur (e. cookies) View more
Ég samþykki