Aroma blautgufa

Verið velkomin til okkar á Relaxation Centre. Við erum himinlifandi yfir því að kynna algjöra nýung á íslenskum markaði sem gefur þér endurnærandi streitulosun og margvíslegan ávinning. Aroma blautgufu meðferðin okkar er sannkölluð lúxus spa meðferð sem sameinar róandi blautgufu og lækningarmátt ilmkjarnaolíumeðferðar. Meðferðin veitir margskonar heilsufarslegan ávinning, þar á meðal streitulosun, hreinsun húðarinnar, bætta blóðrás og andlega slökun. Upplifðu fullkomna vellíðan og dekur í afslöppuðu umhverfi og njóttu endurnærandi áhrifa nýju ilmkjarna blautgufunnar okkar.
Orðið SPA er upprunið frá tímum Rómverja til forna og er stytting á latneska orðasambandinu „sanus per aquam“ sem í lauslegri þýðingu stendur fyrir „lækning með vatni“
UPPGÖTVAÐU KOSTI AROMA BLAUTGUFUNNAR
Hin fullkomna slökun og vellíðan með Aroma blautgufunni okkar. Þessi lúxusmeðferð býr yfir fjöldanum öllum af heilsusamlegum kostum, Komdu í heimsókn og njóttu endurnærandi upplifunar Aroma blautgufunni okkar – nýja leiðin þín að vellíðan og slökun!
Heldur húðinni rakri og mjúkri:
Afeitrar og hreinsar húðina:
Hið fullkomna dekur
Gæðastund
Styrkir ónæmiskerfið:
Flýtir bata eftir meiðsli og skurðaðgerðir
Minnkar streitu og stuðlar að slökun:
Bætir skap og tilfinningalega vellíðan:
Relaxation Centre Collection - Ilmkjarnaolíur

HVAÐ ER AROMA BLAUTGUFA?
Blautgufa með ilmkjarnaolíum er afslappandi meðferð sem sameinar kosti blautgufu við notkun ilmkjarnaolía. Í þessari meðferð er blautgufan áfyllt með ilmkjarnaolíum eins og lavender, eukalyptus eða piparmyntu, sem er andað að sér meðan á meðferðinni stendur. Ferlið stuðlar að slökun, dregur úr streitu, bætir öndun, hreinsar húðina og eykur almenna vellíðan. Fullkomin leið til að draga úr streitu, öndunarerfiðleikum, hreinsa húðina og slaka á. Blautgufa ásamt ilmkjarnaolíum sameinar ávinningilmkjarnameðferðar og slökun hefðbundins gufubaðs. Meðferðin felur m.a. í sér að nota ilmkjarnaolíur í blautgufunni, þar sem hæfilegur hiti og blautgufan hjálpa til við að dreifa ilmkjarnaolíunum, sem gerir þér kleift að anda þeim að þér og ná þannig heilsufarslegum ávinning þeirra. Þessi heildræna meðferð getur stuðlað að slökun, bætt skap og aukið almenna vellíðan svo fátt eitt sé nefnt.
ALGENGAR SPURNINGAR UM ARÓMA BLAUTGUFUNA OKKAR
- Virkar Aróma blautgufu meðferð?
Stutta svarið er: Já svo sannarlega sem hefur ótal jákvæð áhrif á sál og líkama bæði inn- og útvortis.
- Hefur Aróma blautgufan heilsusamlegan ávinning?
Eins og sagt hefur verið frá þá hefur Aróma blautgufumeðferðin marvíslegan heilsusamlegan ávinning svo sem fyrir öndunarveginn, húðina með því að djúphreinsa, mýkja og gefa henni raka. Meðferðin hefur einnig slakandi áhrif á vöðva.
- Er það þess virði að fara í Aróma blautgufu?
Engin spurning, heilsan er okkur það dýrmæt og kostir meðferðarinnar eru það miklir og margir að á því leikur enginn vafi.
- Brenni ég fitu við að fara í Aróma blautgufu?
Að einhverju leiti gerir hún það en ef það er aðallega það sem þú vilt ná út úr meðferðinni gæti sauna bað frekar virkað.
- Afeitra ég líkamann & húðina með Aróma blautgufu?
Þegar gufan opnar svitaholurnar skolar hún út eiturefni og úrgangsefni á meðan hún djúphreinsar húðina. Óhreinindi, bólur hverfa og hormónabólur hjaðna. Að auki hjálpar hitinn frá gufunni til að örva blóðrásina til yfirborðs húðarinnar.
- Hreinsa ég lungun í Aróma blautgufunni?
Einfalda svarið er já: Að anda að sér gufunni hjálpar til við að hreinsa öndunarveginn og bæta öndunina. Ef það er það sem þú vilt fá út úr meðferðinni endilega óskaðu eftir Eucalyptus, piparmintu eða Tea Tree ilmkjarnaolíu við meðferðina.
- Er meðferðin góð fyrir hárið?
Meðferðin lyftir upp hársekkjunum tímabundið, og þannig komast bætiefni og næringarefni betur í hárið, meðferðin eykur einnig sveigjanleika hársins og auðveldar meðhöndlun þess, svo sem að slétta hár eða gera krullur greinilegri eða meiri.
- Hversu oft get ég notað meðferðina?
Þó svo að regluleg notkun blautgufu geti boðið upp á marga heilsufarslegan ávinning er betra að nota gufumeðferð nokkrum sinnum í viku frekar en daglega. Notkun gufumeðferðar á hverjum degi getur dregið úr þeim ávinningi sem meðferðin býður upp á, þannig að það er ekki mælt með því að nota hana daglega.
- Hjálpar gufa við að draga úr kviðfitu?
Það er goðsögn að svitna aðeins á ákveðnum stöðum og minnka fitu. Gufubað hækkar líkamshita og sviti hjálpar til við að kæla sig niður, án þess að beinast sérstaklega að kviðfitu. Þess vegna brennir sviti einn og sér ekki kviðfitu.
- Í hvaða tilfellum ætti ég að spyrja lækni ráða áður en ég fer í Aróma blautgufumeðferð?
Á meðan meðgöngu stendur: Þungaðar konur ættu að ráðfæra sig við heilbrigðisstarfsmann áður en þær nota meðferðina, þar sem ákveðin ilmefni og ívera í blautgufu eru hugsanlega ekki örugg.
Einstaklingar með krónísk öndunarfæravandamál: Einstaklingar með astma, langvinna berkjubólgu eða aðra öndunarfærasjúkdóma geta fundið fyrir versnun einkenna tímabundið.
Einstaklingar með ofnæmi eða með ofur viðkvæma húð: Þeir sem eru með viðkvæma húð eða ofnæmi fyrir ákveðnum olíum eða ilmefnum ættu að forðast notkun til að koma í veg fyrir ertingu eða ofnæmisviðbrögð.
Opin sár eða húðsýkingar: Gufumeðferð getur gert sýkingar verri eða ert opin sár.Einstaklingar með hjartasjúkdóma: Fólk með hjarta- og æðasjúkdóma ætti að ráðfæra sig við heilbrigðisstarfsmann, þar sem gufa eða sterkur ilmur geta haft áhrif á ástand þeirra.
Einstaklingar með háan blóðþrýsting: Hiti og ilmmeðferð geta hugsanlega haft áhrif á blóðþrýsting.
Einstaklingar sem taka ákveðin lyf: Ef lyf eru notuð sem valda næmi fyrir hita eða ilmefnum skal nota með varúð.














