DDS Nuddmeðferð


Afhverju DDS nuddmeðferð?
DDS nudd sem stendur fyrir “Direct Detoxification System” er sársaukalaus heilsusamlegur meðferðar kostur sem byggir á og sameinar Austurlenskar lækningarhefðir, nútíma vestrænt svæðanudd, hefðbundið nudd og lífrafmagnstækni. DDS BioElectric tækið sem er CE vottað býr til lágan rafstraum sem örvar og eykur tengingu og flæði í gegnum svokallaða lengdarbauga líkamans.
DDS Nudd í Hnotskurn
Frá vestrænu heilsu sjónarhorni vekur Bi0-Electric straumurinn úttaugaþræðina og virkjar miðtaugakerfið á jákvæðan hátt og hefur samskipti við heilann til að losa endorfín. Endorfín veitir verkjastillandi áhrif til að létta sársauka á náttúrulegan og sjálfbæran hátt á meðan það eykur vellíðan og þar með bætir skap, slakar á líkamanum og vinnur gegn þreytu.